Já það er komin helgi rétt einu sinni,... tíminn líður svo rosalega hratt.
Veðrið er ömurlegt þessa dagana. Rok og rigning - skítaveður ! Ég hugsaði mig tvisvar um í morgun áður en ég fór með yngsta barnið á leikskólann - ... labba eða keyra, - keyra eða labba ???? Ég ákvað að labba, enda leiðin stutt og enginn rigning þótt hvasst væri. Á miðri leið gerði þessa líka úrhellisdembu að við mæðgur vorum eins og hraktir sjómenn á miðju ballarhafi er við komumst á áfangastað 4 minutum síðar. Djöfullinn sjálfur alltaf hreint !
Er heim var komið gat ég loks sest niður í rólegheitum með góðann kaffibolla og Fréttblaðið.... ahhhhh ljúft. Svo Elín Hirst og Ástþór ætla að bjóða sig fram til forseta í 3ja sinn - lýst vel á Elínu en karlanginn æiiiii ! ..... hvaða hópur fólks er að hvetja hann til bjóða sig fram ??? Þetta er bara nákvæmlega sama concept og með Leoncie prinsessu.. fólk er að gera grín í manneskjunni....... kvikmyndin Svartur á leik frumsýnd og fékk góða dóma .....
Hálftíma síðar fékk ég þetta líka netta samviskubit.... ,, verð að gera eitthvað ,, ! hugsaði ég ... get ekki setið svona og það á föstudegi... best að nota tímann sem ég hef, áður en krakkarnir koma heim .....
Ég dreif mig í ræktina og Bónus.........
Nú er föstudagskvöld og börnin bíða spennt eftir AMERICAN IDOL - O mæ God ..... ég skal segja ykkur það að yfirleitt sit ég með þeim og horfi með poppskálina á milli okkar og Pepsi á kantinum, en nú er ég bara ekki að nenna að eyða enn einu föstudagskvöldinu í það gláp - sú var nú tíð að maður fór út með stelpunum og kíkti á djammið ...já svona eins og 15 ár síðan ... segji það nú kannski ekki alveg en samt, kannski ... kíkti á Gaukinn, Hressó og Tunglið.... eða Rósenberg kjallarann - Vá ! Hver man ekki eftir þessum stöðum ?..blómatími minn var semsagt á þeim tíma þegar hljómsveitir eins og t.d Pixies, The Smiths og R.E.M voru spilaðar hvað mest í útvarpinu og Joshua Tree platan kom út ......
Í kvöld eftir að krakkarnir eru komnir uppí og sofnaðir ætla ég að vera pínu ,,wild,, og fá mér ískaldann bjór og lauma mér út á pall í eina sígó svona upp á gamlann tíma og leika mér í nýja photosjopp forritinu sem ég var að hlaða niður nú rétt í þessu... can´t wait !
Svona er það nú spennandi þetta föstudagskvöld, en það er nú bara þannig að mér leiðist samt ekkert !
Eigið góða helgi elskurnar og njótið hvors annars !
No comments:
Post a Comment