29.2.12

Heil og sæl veriði,.. 

Ég hef ákveðið eftir langa umhugsun að byrja að skrifa niður hugrenningar nútíma húsmóður  og deila með ykkur, sem nenna að lesa, og býð ég ykkur hjartanlega velkomin að henda inn ykkar  eigin athugasemdum.  Ég leyfi mér að fullyrða, að framundan er án efa skemmtilegt og áhugavert ferðalag.

Það er nefnilega ýmislegt sem venjuleg húsmóðir spáir í og framkvæmir.  Meira en ykkur grunar. Sjálf er ég háskólamenntuð kona, móðir þriggja barna, og eiginkona. Búsett í úthverfi Reykjavíkur, á fallegt heimili, hund og tvo bíla. Það er nóg að gera allann daginn. Eftir að börnin eru farin á morgnana í skóla og leikskóla milli kl. 8 og 9, nota ég tímann vel sem ég hef aflögu fyrir sjálfa mig, eða fram til kl 14.00. Eftir það tekur strætóvaktin við - skutla í tómstundir og svo sækja áður en kokkurinn mætir á svæðið til  opna mötuneytið fyrir  kvöldmatinn.  Kennarinn kemur nefnilega oft eftir kvöldmat og fer yfir námsefnið með börnunum. Næturvaktin hefst yfirleitt upp úr 20 á kvöldin og er oft frameftir. Það er nóg að gera og er ég oft syfjuð á kvöldin, en reyni þó að halda mér vakandi til miðnættis og spjalla við eiginmanninn í rólegheitum án þess að setningarnar séu kláraðar fyrir okkur.  Já ,... en meira síðar. ......

No comments:

Post a Comment