Börnin eru svo falleg og yndisleg þegar þau eru sofandi ! Að kíkja á börnin eftir að þau eru sofnuð, gefa sér tíma og staldra aðeins við og horfa á þau...
Tilfinningin er ólýsanleg.... Jafnvel þó þau hafi verið hunderfið og leiðinleg rétt áður en þau sofnuðu....
og pirringur hjá okkur foreldrum sem kom upp við að reyna fá þau til að sofna hverfur alveg við að horfa á þau liggjandi ofan á sænginni, með aðra hönd útglennta eða lappirnar út um allt ..... ahhhhhh yndisleg svo friðsæl og saklaus...... Tilfinningin er ást !
No comments:
Post a Comment