Börnin eru svo falleg og yndisleg þegar þau eru sofandi ! Að kíkja á börnin eftir að þau eru sofnuð, gefa sér tíma og staldra aðeins við og horfa á þau...
Tilfinningin er ólýsanleg.... Jafnvel þó þau hafi verið hunderfið og leiðinleg rétt áður en þau sofnuðu....
og pirringur hjá okkur foreldrum sem kom upp við að reyna fá þau til að sofna hverfur alveg við að horfa á þau liggjandi ofan á sænginni, með aðra hönd útglennta eða lappirnar út um allt ..... ahhhhhh yndisleg svo friðsæl og saklaus...... Tilfinningin er ást !
Dagbók Húsmóður í Reykjavík
7.3.12
2.3.12
vikulok....
Já það er komin helgi rétt einu sinni,... tíminn líður svo rosalega hratt.
Veðrið er ömurlegt þessa dagana. Rok og rigning - skítaveður ! Ég hugsaði mig tvisvar um í morgun áður en ég fór með yngsta barnið á leikskólann - ... labba eða keyra, - keyra eða labba ???? Ég ákvað að labba, enda leiðin stutt og enginn rigning þótt hvasst væri. Á miðri leið gerði þessa líka úrhellisdembu að við mæðgur vorum eins og hraktir sjómenn á miðju ballarhafi er við komumst á áfangastað 4 minutum síðar. Djöfullinn sjálfur alltaf hreint !
Er heim var komið gat ég loks sest niður í rólegheitum með góðann kaffibolla og Fréttblaðið.... ahhhhh ljúft. Svo Elín Hirst og Ástþór ætla að bjóða sig fram til forseta í 3ja sinn - lýst vel á Elínu en karlanginn æiiiii ! ..... hvaða hópur fólks er að hvetja hann til bjóða sig fram ??? Þetta er bara nákvæmlega sama concept og með Leoncie prinsessu.. fólk er að gera grín í manneskjunni....... kvikmyndin Svartur á leik frumsýnd og fékk góða dóma .....
Hálftíma síðar fékk ég þetta líka netta samviskubit.... ,, verð að gera eitthvað ,, ! hugsaði ég ... get ekki setið svona og það á föstudegi... best að nota tímann sem ég hef, áður en krakkarnir koma heim .....
Ég dreif mig í ræktina og Bónus.........
Nú er föstudagskvöld og börnin bíða spennt eftir AMERICAN IDOL - O mæ God ..... ég skal segja ykkur það að yfirleitt sit ég með þeim og horfi með poppskálina á milli okkar og Pepsi á kantinum, en nú er ég bara ekki að nenna að eyða enn einu föstudagskvöldinu í það gláp - sú var nú tíð að maður fór út með stelpunum og kíkti á djammið ...já svona eins og 15 ár síðan ... segji það nú kannski ekki alveg en samt, kannski ... kíkti á Gaukinn, Hressó og Tunglið.... eða Rósenberg kjallarann - Vá ! Hver man ekki eftir þessum stöðum ?..blómatími minn var semsagt á þeim tíma þegar hljómsveitir eins og t.d Pixies, The Smiths og R.E.M voru spilaðar hvað mest í útvarpinu og Joshua Tree platan kom út ......
Í kvöld eftir að krakkarnir eru komnir uppí og sofnaðir ætla ég að vera pínu ,,wild,, og fá mér ískaldann bjór og lauma mér út á pall í eina sígó svona upp á gamlann tíma og leika mér í nýja photosjopp forritinu sem ég var að hlaða niður nú rétt í þessu... can´t wait !
Svona er það nú spennandi þetta föstudagskvöld, en það er nú bara þannig að mér leiðist samt ekkert !
Eigið góða helgi elskurnar og njótið hvors annars !
Veðrið er ömurlegt þessa dagana. Rok og rigning - skítaveður ! Ég hugsaði mig tvisvar um í morgun áður en ég fór með yngsta barnið á leikskólann - ... labba eða keyra, - keyra eða labba ???? Ég ákvað að labba, enda leiðin stutt og enginn rigning þótt hvasst væri. Á miðri leið gerði þessa líka úrhellisdembu að við mæðgur vorum eins og hraktir sjómenn á miðju ballarhafi er við komumst á áfangastað 4 minutum síðar. Djöfullinn sjálfur alltaf hreint !
Er heim var komið gat ég loks sest niður í rólegheitum með góðann kaffibolla og Fréttblaðið.... ahhhhh ljúft. Svo Elín Hirst og Ástþór ætla að bjóða sig fram til forseta í 3ja sinn - lýst vel á Elínu en karlanginn æiiiii ! ..... hvaða hópur fólks er að hvetja hann til bjóða sig fram ??? Þetta er bara nákvæmlega sama concept og með Leoncie prinsessu.. fólk er að gera grín í manneskjunni....... kvikmyndin Svartur á leik frumsýnd og fékk góða dóma .....
Hálftíma síðar fékk ég þetta líka netta samviskubit.... ,, verð að gera eitthvað ,, ! hugsaði ég ... get ekki setið svona og það á föstudegi... best að nota tímann sem ég hef, áður en krakkarnir koma heim .....
Ég dreif mig í ræktina og Bónus.........
Nú er föstudagskvöld og börnin bíða spennt eftir AMERICAN IDOL - O mæ God ..... ég skal segja ykkur það að yfirleitt sit ég með þeim og horfi með poppskálina á milli okkar og Pepsi á kantinum, en nú er ég bara ekki að nenna að eyða enn einu föstudagskvöldinu í það gláp - sú var nú tíð að maður fór út með stelpunum og kíkti á djammið ...já svona eins og 15 ár síðan ... segji það nú kannski ekki alveg en samt, kannski ... kíkti á Gaukinn, Hressó og Tunglið.... eða Rósenberg kjallarann - Vá ! Hver man ekki eftir þessum stöðum ?..blómatími minn var semsagt á þeim tíma þegar hljómsveitir eins og t.d Pixies, The Smiths og R.E.M voru spilaðar hvað mest í útvarpinu og Joshua Tree platan kom út ......
Í kvöld eftir að krakkarnir eru komnir uppí og sofnaðir ætla ég að vera pínu ,,wild,, og fá mér ískaldann bjór og lauma mér út á pall í eina sígó svona upp á gamlann tíma og leika mér í nýja photosjopp forritinu sem ég var að hlaða niður nú rétt í þessu... can´t wait !
Svona er það nú spennandi þetta föstudagskvöld, en það er nú bara þannig að mér leiðist samt ekkert !
Eigið góða helgi elskurnar og njótið hvors annars !
29.2.12
Heil og sæl veriði,..
Ég hef ákveðið eftir langa umhugsun að byrja að skrifa niður hugrenningar nútíma húsmóður og deila með ykkur, sem nenna að lesa, og býð ég ykkur hjartanlega velkomin að henda inn ykkar eigin athugasemdum. Ég leyfi mér að fullyrða, að framundan er án efa skemmtilegt og áhugavert ferðalag.
Það er nefnilega ýmislegt sem venjuleg húsmóðir spáir í og framkvæmir. Meira en ykkur grunar. Sjálf er ég háskólamenntuð kona, móðir þriggja barna, og eiginkona. Búsett í úthverfi Reykjavíkur, á fallegt heimili, hund og tvo bíla. Það er nóg að gera allann daginn. Eftir að börnin eru farin á morgnana í skóla og leikskóla milli kl. 8 og 9, nota ég tímann vel sem ég hef aflögu fyrir sjálfa mig, eða fram til kl 14.00. Eftir það tekur strætóvaktin við - skutla í tómstundir og svo sækja áður en kokkurinn mætir á svæðið til opna mötuneytið fyrir kvöldmatinn. Kennarinn kemur nefnilega oft eftir kvöldmat og fer yfir námsefnið með börnunum. Næturvaktin hefst yfirleitt upp úr 20 á kvöldin og er oft frameftir. Það er nóg að gera og er ég oft syfjuð á kvöldin, en reyni þó að halda mér vakandi til miðnættis og spjalla við eiginmanninn í rólegheitum án þess að setningarnar séu kláraðar fyrir okkur. Já ,... en meira síðar. ......
Subscribe to:
Comments (Atom)